Blik 1955/Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum 25 ára

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1955


Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum
25 ára


Vorið 1950 birtum við í ársriti skólans þ.á. útdrátt úr 20 ára sögu hans í sem fæstum orðum. Voru þar birtar skrár og skýrslur, m.a. um kennara, nemendafjölda, fjárframlög bæjar og ríkis til reksturs skólanum, prófdómendur, skólanefndarmenn o.fl. fram til ársins 1950.
Sá fróðleikur verður ekki endurtekinn hér. Aðeins verður skráð hér í sem fæstum orðum framhald þeirra skýrslna um síðustu 5 árin með því sérstaklega, að svo stórstígar framfarir hafa átt sér stað um viðgang skólans og vöxt, eftir að hann losnaði úr úlfakreppu þeirri, sem húsnæðisvandræðin ollu honum, og hann flutti í nýju bygginguna, þó að hún væri aðeins fullgerð að litlu leyti.

Skrá um kennara, kennsluár og helztu kennslugreinar.
Í svigum eru skráð starfsár alls við skólann:

Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, 1950—1951, 1952—1955, (1930—1955):
Íslenzka, náttúrufræði, reikningur, þjóðfélagsfræði.
Skólastjóri fékk orlof frá starfi haustið 1951 og dvaldist í Noregi næsta vetur. Kynnti hann sér þar m.a. skólamál og félagsstörf æskulýðssamtaka. Í fjarveru hans annaðist Sigurður Finnsson, kennari, skólastjórnina.

Sigurður Finnsson, fastakennari, 1950—1955, (1944—1955):
Enska, landafræði, leikfimi. Hann kenndi bæði piltum og stúlkum leikfimi til 1953, eftir það piltum einvörðungu.

Einar H. Eiríksson, fastakennari, 1950—1955, (1945—1955):
Danska, mannkynssaga, íslenzka.

Sigfús J. Johnsen, fastakennari, 1950—1951, 1951—1952. Þá stundakennari. Fastakennari 1953—1955:
Reikningur, stærðfræði, eðlisfræði, bókfærsla, vélritun.

Ívar Björnsson, cand. mag., fastakennari, 1952—1953:
Íslenzka, reikningur o.fl.

Aðalgeir Kristjánsson, cand. mag., fastakennari, 1953—1954: Íslenzka.

Albert Sigurðsson, cand. mag., fastakennari, 1954—1955: Íslenzka, Íslandssaga.

Tryggvi Þorsteinsson stúdent frá Vesturhúsum í Eyjum kenndi ísl. fyrir Albert Sigurðsson nokkurn hluta vetrarins. Svo og séra Jóhann Hlíðar Íslandssögu.

Erna Kolbeins, tímakennari, 1949—1950:
Hannyrðir, vélasaum. Af vangá hafði nafn hennar fallið niður úr skýrslum skólans um 20 ára starf hans.

Þórveig Sigurðardóttir, tímakennari, 1950—1951:
Hannyrðir, vélasaum.

Steinunn Sigurðardóttir, tímakennari 1951—1953:
Hannyrðir, vélasaum.

Aldís Björnsdóttir, fastakennari, 1953—1955: Hannyrðir, vélasaum, leikfimi stúlkna.

Lýður Brynjólfsson, tímakennari, 1940—1955:
Smíðar 1950—1552.
Teiknun 1. b. 1950—1955.
Teiknun 2. b. 1950—1953.

Ragnar Engilbertsson, tímakennari, 1953—1954:
Teiknun 2. b.

Valtýr Snæbjörnsson, tímakennari, 1952—1953:
Smíðar.

Ingimundur Magnússon, tímakennari, 1953—1955:
Smíðar.
Teikning í 2. b. 1954—1955.

Óskar Jónsson, vélfræðingur, 1950—1951:
Fræðileg og verkleg kennsla um meðferð véla.

Magnús Magnússon, netagerðarmeistari, 1950—1954:
Kenndi piltum að bæta net, stanga kaðla o.fl. þvílíkt.

Séra Halldór Kolbeins:
Kristinfræði í 1. bekkjardeildum 1950 til jóla 1953, hætti þá sökum veikinda.

Séra Jóhann Hlíðar, 1954-1955:
Kristinfræði í 1. bekkjardeildum.

Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, 1950—1952:
Kenndi stúlkum gítarspil.

Skrá um nemendafjölda og próflok.

Ár Nemenda
fjöldi
í upphafi
skólaárs
Nemendur
samtals
Prófi luku
1. b. 2. b. 3. b. 1. b. 2.b. 3.b.
1949—1950 31 29 18 76 31 29 18
1950 1951 27 18 31 76 26 18 31
1951—1952 15 30 9 54 15 28 9
1952—1953 86* 14 19 119 81 11 19
1953—1954 56 73 11 140 53 69 11
1954—1955 66 47 42 155

* Nemendur með barnaprófi (13 ára) og fermingarbörn frá vorinu (14 ára). Árið, sem fræðslulögin frá 1946 tóku gildi í Vestmannaeyjum að því er tekur til lengingar skólaskyldunnar.

Prófdómendur, skipaðir af
fræðslumálastjórn:

Séra Halldór Kolbeins, 1950, 1951, 1952, 1953;
Jón Eiríksson, skattstjóri, 1950, 1951, 1952, 1953, 1954;
Gunnar Hlíðar, dýralæknir, 1950, 1951;
Jón Hjaltason, lögfræðingur, 1951, 1952, 1953, 1954;
Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, 1954.

Fræðsluráð.

Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 1950 var horfið að því ráði að leggja niður nefndir skólanna, skólanefndirnar, og kjósa fræðsluráð samkvæmt fræðslulögunum 1946.
Fyrsta Fræðsluráð kaupstaðarins skipuðu þessir menn: Einar Guttormsson, læknir, formaður; Þorvaldur Sæmundsson, kennari; Guðlaugur Gíslason, kaupmaður; Karl Guðjónsson, kennari og Þorst. Þ. Víglundsson, skólastjóri.
Þegar Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, fór í ársorlof sitt, haustið 1951, óskaði hann eftir, að bæjarstjórn kysi annan í sinn stað í Fræðsluráð. Kosningu hlaut Sveinn Guðmundsson, forstj.
Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1954 kaus bæjarstjórn þessa menn í Fræðsluráð:
Einar Guttormsson, lækni; Karl Guðjónsson, kennara; Svein Guðmundsson, forstj.; Torfa Jóhannsson, bæjarfógeta og Vigfús Ólafsson, kennara.

Úr fundargjörðum Fræðsluráðs:

Ár 1951, 4. sept.
Fyrir fundinum lá bréf frá Þorsteini Þ. Víglundssyni, sem greindi frá ályktun kennarafundar Gagnfræðaskólans þess efnis, að skora á Fræðsluráð að koma á skólaskyldunni eftir nýju fræðslulögunum nú í haust.
Samþykkt að fresta málinu í eina viku og óska eftir fræðslumálastjóra til bæjarins til að ræða málið við Fræðsluráð.
Sigurður Finnsson var ráðinn skólastjóri í stað Þorsteins Þ. Víglundssonar.
Ár 1951, 13. sept:
Fræðslumálastjóri sat fund þennan með Fræðsluráði:
Eftir nokkrar umræður samþykkti Fræðsluráð einróma þessa ályktun í 3 liðum:
„1. Skólaskylda samkvæmt nýju fræðslulögunum gangi í gildi hér að hausti (1952).
2. Húsnæði til verklegs náms verði gert nothæft í nýju Gagnfræðaskólabyggingunni, enda er það skilyrði þess, að skólaskyldan verði framkvæmd.
3. Fræðsluráð fellst á að fela skólastjórunum, barnaskólans og Gagnfræðaskólans, að flytja þau börn úr elzta árgangi barnaskólans, sem talizt getur að lokið hafi fullnaðarprófsnámi, samkvæmt prófskýrslum skólans, yfir í 1. bekk Gagnfræðaskólans nú í haust.“

Ár 1952, 14. ágúst:
Fræðsluráð samþykkti að auglýsa gildistöku nýju fræðslulaganna hér í blöðum og útvarpi.

Nýja byggingin.
Byggingarframkvæmdir:

ctr


Unnið var að henni sumarið 1952 frá júnílokum. Var byggingunni komið undir þak og lokið við útveggi hennar að öllu leyti, líka fimleikasalinn.
Þá voru fullgerðar til nota 4 kennslustofur á neðstu hæð byggingarinnar ásamt kennaraherbergi í norðvesturhorni neðstu hæðar.
Í vesturenda neðstu hæðar er ætluð íbúð handa umsjónarmanni byggingarinnar. Þetta húsrými er enn notað í þágu kennslu og skólastarfsins. Þar er einnig komið fyrir salernum og snyrtiherbergjum til bráðabirgða.
Sökum þessara byggingaframkvæmda urðu ekki tök á að setja skólann um haustið fyrr en 19. október.
Í jólahléinu um veturinn var síðan endanlega lokið við smíðastofu skólans í austurenda neðstu hæðar (kjallara). Þó hófst verklegt nám í skólanum þegar með skólasetningu.

Byggingarkostnaður Gagnfræðaskólans
til 31. des 1954:

Ár Krónur
1947—1949 — 462.111,53
1950 — 176.302,82
1951 — 204.917,73
1952 — 668.636,99
1953 — 249.669,55
1954 — 206.498,69
Byggingarkostn.
alls
— 1.968.137,31

Áhalda- og tækjakaup handa Gagnfræðaskólanum
til 31. des. 1954:

Ár Krónur
Til 31. des. 1947
að frádregnum
afskriftum
— 8.601,29
1948 — 9.076,10
1949 — 1.396,00
1950 — 6.000,00
1951 — 617,00
1952 — 30.363,82
1953 — 46.356,25
1954 — 52.806,05
Samtals — 155.216,51

Samkvæmt fræðslulögum nr. 48. 1946 telst nauðsynlegur húsbúnaður og kennsluáhöld til stofnkostnaðar, og skal ríkissjóður greiða allt að helmingi stofnkostnaðar heimangönguskóla.
Samkvæmt ofanskráðu nemur stofnkostnaður Gagnfræðaskólans frá upphafi til 31. des 1954 kr. 2.123.353.82. Þar af hefir ríkissjóður greitt til sama tíma kr. 660.000.00. Skuld ríkisins nemur um kr. 400.000.00.

Máldagi Gagnfræðaskólans

1. jan. 1955.

131 skólaborð eins manns.
15 skólaborð tveggja manna.
14 borð og sæti sambyggð.
182 skólastólar.
17 gömul skólaborð og efni til endurnýjunar.
1 eðlisfræðiskápur.
1 bókaskápur fjórsettur.
2 skápar til geymslu náttúrugripa.
1 verkfæraskápur, þrísettur.
1 skápur til geymslu á hannyrðaefni, hannyrðum o.fl.
11 kennarastólar, 7 kennaraborð og 20 töflupallar.
37 stoppaðir fuglar.
25 eggjategundir.
Aðrir náttúrugripir svo sem steinasafn, ýmis dýr í formalíni, skeljasafn, skrápdýrasafn o.fl.
Dybdahlsmyndakerfi til náttúrufræðikennslu.
Eðlisfræðiáhöld.
4 saumavélar handsnúnar.
1 saumavél, stigin.
1 smíðavél, sambyggð.
1 rafsög.
10 hefilbekkir handa nemendum.
1 hefilbekkur handa kennara.
Smíðaverkfæri handa 15 nemendum.
8 landabréf.
Heilsufræðimyndir.
Vélamyndir.
Orgel.
Kvikmyndavél.
Skuggamyndavél.
Segulbandstæki.
Stundaklukka.
Skólabjallan (50 ára gömul skipsbjalla).
20 málverk og ljósmyndir.
Bókasafn skólans, fræðirit, sögubækur, alfræðiorðabækur, samtals 800 bindi.
6 knettir.
15 handklæði.
Bónvél.
3 samstæður af hjólhestagrindum.

Rekstursreikningar Gagnfræðaskólans

s.l. 5 ár.
1950 1951 1952 1953 1954
Tekjur:
Tillag bæjarsjóðs 74.443,34 69.094,98 41.721,80 120.567,97
Tillag ríkissjóðs 27.617,16 50.000,00 65.500,00 40.000,00
Tekjur alls kr. 102.060,50 119.094,98 107.221,80 160.567,97
Gjöld:
Tímakennsla 40.225,67 49.860,11 44.175,63 78.438,41
Ræsting,
kynding,
eldsneyti
28.931,47 34.172,39 27.667,45 44.603,51
Ljósa-
gjöld
1.954,96 1.071,26 1.806,85 870,49
Áhöld 3.007,31 617,00 2.710,40 15.501,24
Húsaleiga 10.110,00 12.753,00 13.293,00
Bækur 1.745,00 130,00 0,00 2.425,15
Húsal.
v. verkn.d.
3.000,00 3.000,00 2.000,00
Próf-
kostnaður
3.593,90 5.927,16 4.269,30 3.423,76
Ýmis
útgjöld
9.492,19 11.564,06 11.299,17 15.305,41
Gjöld alls kr. 102.060,50 119.094,98 107.221,80 160.567,97
RITNEFND ÁRSRITSINS:
Þórunn Gunnarsdóttir, III.b.
Ingibjörg Ólafsdóttir, I. b. verkn.
Bjarnfr. Ósk Alfreðsdóttir, II. b. verkn.
Ingibjörg Andersen, III.b.
Daníel Kjartansson, II. b. bókn.
Karl Ó. Gränz, 1. b. bókn.
Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f