Blik 1957/Sjóðir Gagnfræðaskólans
- Sjóðir Gagnfræðaskólans
Innstæða 31. des. 1956:
| I. | Minningar- og styrktarsjóður nemenda | Krónur |
| a. | Minningarsjóður Þórunnar Friðriksdóttur frá Löndum | |
| Bók nr. 24 í Sparisj. Vm. | 1.286,36 | |
| Bók nr. 8483 í Útvegsb. Vm. | 2.182,02 | |
| Samtals | 3.468,38 | |
| b. | Minningarsj. Hermanns Guðmundssonar frá Háeyri | |
| Bók nr. 25 í Sparisj. Vm. | 1.932,38 | |
| Bók nr. 4927 í Útvegsb. Vm. | 1.098,67 | |
| Samtals | 3.081,05 | |
| c. | Minningarsj. Hauks Lindbergs | |
| Bók nr. 265 í Sparisj. Vm. | 5.548,10 | |
| Samtals | 5.548,10 | |
| d. | Önnur peningaeign styrktarsjóðsins | |
| Bók nr. 8484 í Útvegsb. Vm. | 2.127,43 | |
| Bók nr. 4698 í Útvegsb. Vestmannaeyjum | 1.791,62 | |
| Samtals | 3.918,05 | |
| Minningar- og styrktarsjóður nemenda. Skólinn þakkar kærlega þær gjafir, sem sjóðnum hafa borizt undanfarin 3 ár eða síðan við birtum innstæður hans í Bliki síðast (1954). Sjóðurinn nemur því samtals |
16.015,58 | |
| II. | Sjóður Málfundafélags Gagnfræðaskólans bók nr. 777 í Sparisj. Vestmannaeyja. Úr þessum sjóði greiðist árlega ferðastyrkur til nemenda 3. bekkjar og til útgáfu ársrits skólans. |
9.399,20 |
| Samtals | 9.399,20 | |
| III. | Útgáfusjóður Bliks | |
| Bók nr. 633 í Sparisjóði Vestmannaeyja | 5.839,80 | |
| Samtals | 5.839,80 | |
| IV. | Ferðasjóður nemenda | |
| Bók nr. 78 í Sparisjóði Vestmannaeyja | 566,09 | |
| Bók nr. 3306 í Útvegsb. Vestmannaeyjum | 963,15 | |
| Samtals | 1.529,24 |
V. Hljóðfærasjóður Gagnfræðaskólans.
Síðsumars 1955 færði Jón Eiríksson skattstjóri Gagnfræðaskólanum að gjöf á 3. þúsund krónur og mælti svo fyrir, að með upphæð þessari skyldi stofna sjóð við skólann til kaupa á hljóðfærum handa honum til eflingar tónlist í skólanum.
Með alúðarþakklæti veittum við þessari góðu gjöf viðtöku. Þessi sjóður skólans hefur síðan fengið ýmsar gjafir og ávaxtazt alveg ótrúlega vel. Hann hefur sem sé þrefaldazt, síðan hann var stofnaður.
| V. | Hljóðfærasjóður átti í bók nr. 77 í Sparisj. Vm. 1. jan. s.l. |
Kr. 6.536,46 |
| Alls | Kr. 6.536,46 |
Þessi sjóðstofnun leiddi til þess, að skólinn pantaði 7 blásturshljóðfæri frá Tékkóslóvakíu og fékk þau á s.l. hausti. Flestir tollar ríkisins fengust eftirgefnir af hljóðfærunum. Að öðru leyti gaf skólasjóður skólanum hljóðfærin.
Oddgeir Kristjánsson söngkennari barnaskólans og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja kennir nemendum á hljóðfærin, og standa vonir til, að Lúðrasveit Gagnfræðaskólans geti skemmt Eyjabúum með fagurri lúðrahljómlist, áður en mjög langt líður.
Mætti fordæmi Jóns Eiríkssonar um stofnun Hljóðfærasjóðsins verða íhugunarefni og fyrirmynd öðrum hér í Eyjum.
- Vestmannaeyjum, 4. febr. 1957.