Blik 1961/Ósk til fermingarbarna, kvæði
Jump to navigation
Jump to search
- Lán þér fylgi lífs þíns daga.
- Ljúf þín verði æfisaga.
- HAMINGJA ÞÉR HLOTNIST RÍKUST.
- Hún er æfintýri líkust.
- Allar beztu óskir rætist.
- Alltaf dýrðarperlur bætist
- æfi þinnar unaðsfesti. —
- Alla varast skaltu lesti.
- Lán þér fylgi lífs þíns daga.
- SÉ UM HÖND ÞÉR SÓLARLJÓMI
- SÆMDARSTARFA OG KÆRLEIKSVILJA. —
- Hugarfar þitt alltaf ómi
- yndissýnum þess að skilja,
- hvernig á að vaka og vinna,
- vera ötull, góðu sinna,
- skyldunnar á skýrum vegi
- skapa ljós á hverjum degi.
- SÉ UM HÖND ÞÉR SÓLARLJÓMI
- Heillaríkur, heppinn vertu.
- Hamingjunnar barnið sértu.
- MARKMIÐ HÁTT þér gjafir gefi,
- gæfukyrtil um þig vefi. —
- Fram um veg þig vonin leiði,
- víli og dapursýnum eyði.
- Trúarhugur fót þinn frelsi
- frá að lenda í syndahelsi.
- Heillaríkur, heppinn vertu.
- Vertu trúr í hönd og hjarta.
- Hyll þú kærleiksstefnu bjarta. —
- Líknarríkum ljóss í anda.
- DYGGÐAGULL Í DÁÐIR SÆKTU.
- DRENGSKAP JAFNAN ERGÐU OG RÆKTU.
- GANGA ÞÍN SÉ GÆFUSAGA.
- GUÐ ÞIG BLESSI ALLA DAGA.
- Vertu trúr í hönd og hjarta.
- Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
- Ofanleiti í Vestmannaeyjum, 22. maí 1960
- Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn.