Blik 1961/Ósk til fermingarbarna, kvæði

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1961



HALLDÓR KOLBEINS:


Ósk til fermingarbarna


Lán þér fylgi lífs þíns daga.
Ljúf þín verði æfisaga.
HAMINGJA ÞÉR HLOTNIST RÍKUST.
Hún er æfintýri líkust.
Allar beztu óskir rætist.
Alltaf dýrðarperlur bætist
æfi þinnar unaðsfesti. —
Alla varast skaltu lesti.


SÉ UM HÖND ÞÉR SÓLARLJÓMI
SÆMDARSTARFA OG KÆRLEIKSVILJA. —
Hugarfar þitt alltaf ómi
yndissýnum þess að skilja,
hvernig á að vaka og vinna,
vera ötull, góðu sinna,
skyldunnar á skýrum vegi
skapa ljós á hverjum degi.


Heillaríkur, heppinn vertu.
Hamingjunnar barnið sértu.
MARKMIÐ HÁTT þér gjafir gefi,
gæfukyrtil um þig vefi. —
Fram um veg þig vonin leiði,
víli og dapursýnum eyði.
Trúarhugur fót þinn frelsi
frá að lenda í syndahelsi.


Vertu trúr í hönd og hjarta.
Hyll þú kærleiksstefnu bjarta. —
Líknarríkum ljóss í anda.
DYGGÐAGULL Í DÁÐIR SÆKTU.
DRENGSKAP JAFNAN ERGÐU OG RÆKTU.
GANGA ÞÍN SÉ GÆFUSAGA.
GUÐ ÞIG BLESSI ALLA DAGA.


Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn.
Ofanleiti í Vestmannaeyjum, 22. maí 1960
HALLDÓR KOLBEINS.