Blik 1978/Vetrarkvöld (kvæði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Efnisyfirlit 1978



RÍKHARÐUR HJÁLMARSSON

Vetrarkvöld


Landið allt er vafið vetrarmjöll,
viðjar hjarnsins lykja um dal og fjöll,
blundar sær við ísiþakinn ós,
yfir ströndum vaka norðurljós.
Rökkrið er að byrgja borg og sund,
bráðum rennur upp mín óskastund.
Seiðmagn lífsins berst um bláan geim,
býður kvöldið mér sinn dularheim.
Ástin, hún er engum gefin blind,
ástin dæmist hvorki tál né synd;
skipun þess, sem hreyfir vötn og vind,
voldug eins og lífsins fyrirmynd.
Nóttin þráir fegurð alls, sem er,
óskastjörnum tendrast þar og hér.
Mánasilfri litast lönd og sær,
ljóðum hvíslar blærinn nær og fjær.
Ríkharður Hjálmarsson¹

¹(Til fróðleiks vil ég geta þess, að Bólu-Hjálmar var langafi þess hagyrðings, sem orti ofanskráð kvæði. Þ.Þ.V.)


Þessi litla stúlka er afkomandi hjónanna í Bólstaðarhlíð við Heimagötu, Inga Birna Sigursteinsdóttir (leiðr.) heitir hún. Móðir hennar er Fríða Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð.
Leiðrétting.