Bræðratunga
Jump to navigation
Jump to search
Húsið Bræðratunga var byggt árin 1924-25 og stóð við Heimagötu 27. Runólfur Jónasson frá Stokkseyri byggði húsið og keypti Runólfur sonur hans húsið árið 1941.
Þegar gaus bjó Runólfur Runólfsson í húsinu. Þar höfðu einnig búið hjónin Friðrik Jóhannsson og Eygló Björnsdóttir ásamt dóttur sinni Gunnlaugu. Þau fluttu í desember 1972 að Strembugötu 4 sem þau höfðu þá nýverið fest kaup á.