Brimurð

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Brimurð er fjara sunnan við Ræningjatanga, innan við Stórhöfða að austan. Hún afmarkast til vesturs af Aur og til norðurs af Litlahöfða.

Brimurð er þekkt fyrir mikinn öldugang, eins og nafnið gefur til kynna, og geta öldur náð allt að tíu metra hæð þar. Þetta hefur gert norðurfjöru Brimurðar mjög brimsorfna. Ofarlega í Brimurð má finna mikið af steinum með holufyllingar.