Carl Hans Ulrik Bolbroe

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Carl Hans Ulrik Bolbroe var læknir í Vestmannaeyjum á tímabilinu 1832 til 1839. Hann var danskur. Carl Hans var á sínum fyrstu læknisárum herlæknir í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tilskipun frá 6. júní 1832, var hann skipaður læknir í Vestmannaeyjum 7. desember það ár til sex ára og veitt lausn 21. september 1839. Hann fékk til leigu Syðri-Gjábakka. Carl Hans sneri aftur til Danmerkur þegar samningur hans rann út.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
  • Læknar á Íslandi. Reykjavík: Þjóðsaga ehf., 2000