Gústav Stefánsson (Bergholti)
(Redirected from Gústaf Stefánsson (Bergholti))
Gústaf Stefánsson, Ási, var fæddur 22. ágúst 1898 og lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 24. janúar 1943. Foreldrar hans voru Stefán Gíslason og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Mandal.
Eiginkona hans var Kristín Guðmundsdóttir. Þau bjuggu að Ási og Stóra-Bergholti.
Hann byrjaði snemma að stunda sjóinn á opnum báti með Ólafi Ástgeirssyni í Litla-Bæ. Árið 1923 tók hann við formennsku á bátnum Gústaf (9 tonn) sem faðir hans átti. Árið 1927 tekur Gústaf við formennsku á Braga.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. 8 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Gústav Stefánsson (Bergholti).