Garðurinn

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Húsið Garðurinn stóð við Strandveg 3. Þetta var elsta verslunarhúsnæði í Eyjum fyrir gos en auk verslunar var líka búið í húsinu. Verbúð Hraðfrystistöðvarinnar var þar um tíma. Áður var það nefnt Dönskuhús eða Danski Garður. Í Dönskuhúsum var fólk geymt í Tyrkjaráninu og í haldi þar, uns það var flutt út í skip. Húsið fór undir hraun í gosinu 1973.
Íbúðarhúsið með þessu nafni og sem kunnast var á síðustu áratugum fyrir gos, var reist af Kaupfélaginu Fram árið 1923 fyrir kaupfélagsstjórann Jón Hinriksson og fjölskyldu hans.

Helstu atriði í eigenda- og íbúasöguHeimildir

  • Strandvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.