Goðaland

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Goðaland

Húsið Goðaland við Flatir 16, var byggt árið 1922. Guðmundur Magnússon byggði húsið og bjó þar með eiginkonu sinni, Helgu Jónsdóttur, til 1959.

Guðmundur rak trésmíðaverkstæði sitt í skúr við hlið Goðalands, Flötum 18, sem Garðar Björgvinsson rak svo áfram.


Árið 2006 bjuggu í húsinu Hafsteinn Guðmundsson og Theódóra Anny Hafþórsdóttir. Húsið var rifið þann 3. nóvember 2021.

Goðaland, Oddeyri og sést í Bakka
Goðaland eftir aldamót