Grafskipið

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Grafskipið við höfn.
Grafskipið Vestmannaey
Skipstjóri:
Útgerð: Vestmannaeyjabær
Þyngd: brúttótonn
Lengd: m
Breidd: m
Ristidýpt: m
Vélar: Caterpillar 343
Siglingahraði: sjómílur
Tegund: dýpkunarskip
Bygging:

Grafskipið Vestmannaey var keypt til Vestmannaeyja árið 1935 og hefur þjónað höfnini vel öll ár síðan. Skipið hefur dælt ótal rúmmetrum af sandi á land eða flutningapramma, sem farið var með austur og norður með Ystakletti þar til að gatið norðan í Bjarnarey varð opið, þá var botninn í prammanum opnaður og sandurinn fór í djúpið og með straumi norður og vestur úr Faxasundi. Skipið var í upphafi með tveggja strokka Tuxham vél til að knýja sanddæluna og stjórnspilum sem voru drifin með flatreimum. Árið 1978 var skipt um vél og sett í það Caterpillar 343 og tvö vökvaspil (lágþrýst) annað spilið stjórnaði einnig stillingum sem sogrörið þurfti til að ná sandbotni.

Dæling í gangi á grafskipinu.

Þrátt fyrir erfiðleika atvinnuveganna á fjórða áratug 20. aldarinnar réðust bæjaryfirvöld í mikilvægar framkvæmdir á vegum hafnarinar sem áttu eftir að koma vel að notum. Ein framkvæmdanna var kaup á dýpkunarskipinu Vestmannaey árið 1935. Dýpkunarskipið tók til starfa strax eftir heimkomuna við að dýpka höfnina, í fyrstu innsiglinguna, þannig að allir bátar Eyjaflotans gátu farið áhættulaust út og inn úr höfninni hvenær sem var, síðan var höfnin dýpkuð svo að bátarnir flutu mun betur.

Prófun á dælu.

Fljótlega var keyptur til viðbótar sérstakur dýpkunarprammi með gálga. Árið 2005 var því fagnað að 70 ár voru frá komu dýpkunarskipsins. Enn er skipið í notkun og á síðustu árum hafa miklar dýpkunarframkvæmdir farið fram til þess að gera höfnina og innsiglinguna enn betri fyrir stærri skip. Því annaði raunar gamla grafskipið ekki eitt og voru því fengin öflugri dýpkunarskip til viðbótar.


ctr


Dýpkunarflekinn með áhöfn og fleiri.