Ingimundur Árnason (Steinmóðshúsi)

From Heimaslóð
(Redirected from Ingimundur Árnason)
Jump to navigation Jump to search

Ingimundur Árnason sjómaður í Götu og víðar fæddist 18. júlí 1859 í Steinmóðshúsi og lést 1. október 1923.
Móðir Ingimundar var Vilborg Steinmóðsdóttir í Steinmóðshúsi, f. 27. febrúar 1833, d. 3. júní 1907.
Faðir hans var skráður Árni Sigurðsson, þá vinnumaður í Presthúsum, f. 11. maí 1825 á Grímsstöðum í Meðallandi, d. 19. apríl 1864, drukknaði í Mýrdal. Sagnir herma, að Vilborg hafi um skeið verið bústýra hjá Andreas August von Kohl sýslumanni og hafi hann verið faðir Ingimundar. Sýslumaðurinn var konulaus á Íslandi.

Ingimundur var með móður sinni og fjölskyldu hennar í Steinmóðshúsi 1859-1862, með móður sinni á Löndum 1864, í Steinmóðshúsi 1865, í Kastala 1866, 9 ára niðursetningur í Norðurgarði 1867 og 1869, í Brekkuhúsi 1870-1873, var á skrá verðandi fermingarbarna 1875, 17 ára niðursetningur í Brekkuhúsi 1876, 18 ára niðursetningur á Kirkjubæ 1877, léttadrengur þar 1878, 20 ára vinnudrengur þar 1879, vinnumaður þar 1880 og 1881, vinnumaður í Jónshúsi 1882 -1884, í Túni 1885 og þar var Sigurveig þá vinnukona.
Þau Sigurveig bjuggu í Götu 1886 við fæðingu Konráðs, voru húsfólk í Nýborg 1887 og 1888, en Sigurveig var vinnukona í Gamlabæ í Meðallandi við fæðingu Bjarnfreðs Jóhanns 1889. Þá var Konráð 4 ára í fóstri á Kirkjubæ.
Ingimundur var húsmaður á Kirkjubæ 1890, í Helgahjalli 1891og 1892.
Hann fluttist til Seyðisfjarðar frá Helgahjalli 1892 með Konráð 6 ára, var meðal innfluttra í Mjóafjörð það ár, en Sigurveig hafði farið að Þinghól í Mjóafirði 1890.
Ingimundur bjó húsmaður með Sigurveigu á nokkrum stöðum í Mjóafirði frá 1892-1899, í Steinsnesi, Hvammi, Félagshúsi, Sléttu, Holti, Brekkuborg og víðar. Í Mjóafirði eignuðust þau tvö börn, Gunnar Ingiberg 1894 og Brynhildi 1897.
Þau fluttust til Eyja 1899 með börnin, sennilega með viðkomu í Borgarfirði eystra.
Sigurveig fluttist með synina Gunnar Ingiberg 7 ára og Konráð í Ása í V-Skaft. 1900.
Ingimundur var ókv. hjú í Stíghúsi 1901, ókv. sjómaður með Pálínu Einarsdóttur á Vilborgarstöðum 1905 og 1906. Hún hafði komið frá Miðey í A-Landeyjum 1901 með son sinn Einar Valdimar Jónasson 10 ára. Á Vilborgarstöðum fæddist Þórarinn, en lést á fyrsta ári. Þau voru þar enn 1907, er Enok fæddist, í Nöjsomhed 1910 með börn þeirra Pálma Kristinn 6 ára og Enok 3 ára og barn hennar Einar Valdimar Jónasson 18 ára. Þar bjó einnig Konráð sonur Ingimundar með konu sinni Guðrúnu Sigríði Einarsdóttur með son þeirra Jón Einar, fæddan á Norðfirði 1909.
Við skráningu 1920 bjó Ingimundur í Götu, ókvæntur, með Pálínu og börnum þeirra Pálma Kristni og Enok og syni Pálínu Einari Valdimar .
Ingimundur lést 1923.

I. Sambýliskona Ingimundar var Sigurveig Vigfúsdóttir, f. 29. september 1862, d. 29. apríl 1946.
Börn þeirra hér:
1. Konráð Ingimundarson sjómaður, f. 26. júní 1886 í Götu, d. 6. júlí 1957 í Reykjavík.
2. Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson bóndi á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 12. september 1889 í Gamlabæ (Syðri-Steinsmýri) í Meðallandi, d. 16. mars 1962 í Reykjavík.
3. Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður í Eyjum, f. 17. apríl 1894, d. 4. mars 1965, síðast í Reykjavík.
4. Brynhildur Ingimundardóttir húsfreyja, f. 20. maí 1897, d. 27. september 1973. Hún kom til Eyja 1899, varð húsfreyja á Bakkakoti og á Melum á Kjalarnesi, síðan í Reykjavík.

II. Sambýliskona Ingimundar var Pálína Einarsdóttir, f. 27. mars 1866, d. 14. júlí 1942.
Börn þeirra hér:
5. Pálmi Kristinn Ingimundarson, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963.
6. Þórarinn Ingimundarson, f. 21. ágúst 1905 á Vilborgarstöðum, d. 1. júní 1906.
7. Enok Ingimundarson, f. 29. ágúst 1907 á Vilborgarstöðum, d. 2. júlí 1974.
Barn Pálínu og fósturbarn Ingimundar:
8. Einar Valdimar Jónasson, f. 16. október 1892, d. 1922.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.