Jón Tómasson (Mörk)
Jump to navigation
Jump to search
Jón Tómasson fæddist í Staðarsveit 3. desember 1896. Jón fluttist til Vestmannaeyja árið 1921 og gerðist háseti á Gnoð hjá Sigurði Ingimundarsyni. Formennsku byrjar Jón á Höfrungi III árið 1926. Jón hætti fljótlega formennsku en stundaði sjómennsku allt til dauðadags, 28. september 1953.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.