Olnbogi

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Olnbogi eru klettarnir ofan við almenna byggð á Höfðavegi. Við hann er kenndur draugur: Sagt er að vinnumaður frá Ofanleiti hafi verið sendur niður í Landakirkju til að sækja vín. Ekkert spurðist síðan til vinnumannsins fyrr en næsta morgun er hann fannst dauður og messuvínskúturinn tómur þar hjá. Var hann dysjaður þar sem hann fannst og hét þar Öldyngja. Hún er nú horfin.

Sjá nánar: Olnbogadraugurinn.