Ragnhildur Þórarinsdóttir (Eystri Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ragnhildur Þórarinsdóttir.

Ragnhildur Þórarinsdóttir frá Eystri Oddsstöðum, húsfreyja í Reykjavík fæddist 2. desember 1904 í Vík í Mýrdal og lést 23. nóvember 1997.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Árnason bóndi á Norður-Fossi og í Vík í Mýrdal, síðar bæjarfulltrúi í Eyjum og bóndi á Eystri Oddsstöðum, f. 13. júní 1865, d. 22. febrúar 1926 og kona hans Elín Jónsdóttir, f. 15. febrúar 1863 á Grímsstöðum í V-Landeyjum, d. 9. janúar 1950 í Eyjum.

Börn Elínar og Þórarins voru:
1. Eyþór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri, f. 29. maí 1889, d. 19. febrúar 1968.
2. Eyvindur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964.
3. Oddgeir Páll Þórarinsson formaður, vélstjóri á Rafstöðinni, f. 17. september 1893, d. 11. ágúst 1972.
4. Árni Guðbergur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 25. maí 1896, d. 18. janúar 1982.
5. Guðlaugur Guðni Þórarinsson öryrki, f. 2. janúar 1898, d. 15. september 1925.
6. Ingveldur Þórarinsdóttir verslunarmaður, f. 12. apríl 1902, d. 29. apríl 1994.
7. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1904, d. 23. nóvember 1997.
8. Júlíus Þórarinsson, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983.

Ragnhildur var með foreldrum sínum í æsku, í Vík 1903-1908. Þá fluttist hún með þeim til Eyja og var með með fjölskyldu sinni á Oddsstöðum 1910, á Strandbergi 1920.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1928, giftist Karli Adólf á því ári og þau eignuðust Elínu Ingu á árinu.

Maður Ragnhildar, (17. ágúst 1928), var Karl Adólf Jónasson prentari við Morgunblaðið, f. 27. nóvember 1900, d. 31. desember 1961. Foreldrar hans voru Sigríður Helga Auðunsdóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1853, d. 12. september 1934, og Jónas Jónasson sjómaður í Brunnhúsum í Reykjavík, f. 21. mars 1873, drukknaði, 12. maí 1907.
Barn þeirra:
Elín Inga Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1928, d. 6. apríl 1996.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 3. desember 1997.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.