Séra Jón Jónasson Thorstensen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Séra Jón Thorstensen var úr S-Múlasýslu og kominn af háttvirtum sýslumönnum og landlæknum. Hann fæddist 30. apríl 1858. Eftir nám við Lærða skólann og embættispróf í guðfræði kom hann til Vestmannaeyja og kenndi við Barnaskólann í eitt ár, veturinn 1885-1886. Eftir kennsluna í Vestmannaeyjum vígðist hann sem prestur til Þingvalla og var þar samfleytt prestur í meir en 36 ár. Hann fékk lausn frá embætti vorið 1923 og fluttist þá til Reykjavíkur, þar sem hann lést sama ár.

Séra Jón Thorstensen var talinn vandaður maður, grandvar og sómakær. Kona séra Jóns var Guðbjörg Hermannsdóttir úr Rangárvallasýslu.