Samkomuhúsið

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Samkomuhúsið á hátíðardegi.

Samkomuhúsið stendur á gatnamótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar, og heitir lóðin Mylluhóll. Húsið var vígt 22. janúar árið 1938 en húsið var í byggingu frá því í október 1936 fram í janúar 1938. Það var Sjálfstæðisfélagið sem byggði húsið. Þá var húsið næststærsti samkomusalur landsins, aðeins Gamla Bíó í Reykjavík var stærra. Húsið var notað til skemmtanahalds í áratugaraðir.

Samkomuhúsið
f.v. Óskar Steindórsson, Sigurður Bergsson, Þórarinn Ólafsson, Óskar Kárason, Guðjón Hjörleifsson, Kjartan Jónsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Einar Vilhjálmsson, Sigurður Þórðarson og Guðlaugur Sigurðsson

Seinna var byggt við húsið. Það var á árunum 1963-65. Hvítasunnukirkjan keypti húsið árið 1993 og hefur gert húsið að miklu leyti upp. Kirkjan flutti starfsemi sína í húsið úr Betel við Faxastíg árið 1995. Nú er Samkomuhúsið enn á ný það húsnæði í Eyjum sem hentar einna best til háklassa tónleikahalds og uppákomna.