Sigurður Sigurðsson (Lögbergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Sigurðsson


Sigurður Sigurðsson
Dætur Sigurðar og Sigríðar
Systkinin frá Lögbergi Ve: Jón Baldur og Fr.v. Hrefna, Svala og Ásta Sigurðarbörn Sigurðssonar og Sigríðar

Sigurður Sigurðsson fæddist 27. júlí 1883 og lést 25. janúar 1961.

Sigurður ólst upp í Fljótshlíð en byggði húsið Lögberg í Vestmannaeyjum árið 1912. Þar hóf hann búskap með Sigríði Jónsdóttur frá Seljalandi u. V-Eyjafjöllum. Hún lést árið 1923 frá sex börnum þeirra.

Sigurður var vélstjóri á vélbát sem hann var átti ásamt Vigfúsi Jónssyni frá Holti. Þann bát misstu þeir árið 1928. Eftir það starfaði Sigurður við smíðar en hann hafði lært trésmíði á yngri árum.

Sigurður lenti í fjárhagsörðugleikum rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina og varð að láta hús sitt, Lögberg. Hann festi því kaup á húsinu Vallarnesi við Heimagötu, byggði við það og bjó þar það sem eftir var.

Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Hrefna Sigurðardóttir, f. 1. nóvember 1906, d. 10. maí 2006.
2. Ásta Sigurðardóttir, f. 9. júní 1910, d. 24. apríl 2001.
3. Svala Sigurðardóttir, f. 14. október 1911 á Lögbergi, d. 13. febrúar 2000.
4. Jón Baldur Sigurðsson, f. 27. desember 1913 á Lögbergi, d. 27. apríl 2002.
5. Eva Sigurðardóttir, f. 19. mars 1915, d. 2. febrúar 1975.
6. Unnur Sigurðardóttir, f. 15. mars 1916 á Lögbergi, d. 13. maí 2015.

Myndir


Heimildir

  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1961.