Stóri-Gjábakki

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir önnur hús sem hafa borið nafnið „Gjábakki


Gjábakki

Húsið Stóri Gjábakki stóð við Bakkastíg 8 sem byggt var árið 1909. Gjábakkajarðirnar voru tvær, Gjábakki-eystri og Gjábakki-vestri. Árið 1909 fékk Jón Einarsson kaupmaður byggingu fyrir jörðinni að Gjábakka-vestri. Hann byggði myndarlegt timburhús við Bakkastíginn, nokkru vestar og var það hús nr. 8. Þetta hús var í daglegu tali oftast nefnt Stóri Gjábakki og gamla húsið, Gjábakki-vestri, kallað Litli Gjábakki til aðgreiningar.

Á Stóra Gjábakka bjuggu lengi Ásmundur Guðjónsson, umboðsmaður Olís í Eyjum, oftast kallaður Ásmundur greifi, og kona hans, Anna Friðbjarnardóttir, þekktari sem Bíbí. Einn sona þeirra, Atli, sem einnig gekk undir „greifanafninu“, er ræðismaður Íslands í Kanada. Þar bjuggu einnig Bjarni Guðjónsson og Sigríður Þorláksdóttir , Svavar Stefánsson og Stefanía Björnsdóttir

Stóri Gjábakki fór undir hraun í gosinu 23. janúar 1973. En þá bjuggu þar Björgvin Ólafsson og kona hans, Ásdís Erna Guðmundsdóttir, ásamt dóttur þeirra Ólöfu Sigrúnu og Sigurði, fóstra Ásdísar. Ennfremur bjuggu þar Sveinn Þorsteinsson frá Gunnarshólma, Guðrún Eyland, Elísabet Sigurðardóttir og hjónin Sigurður Stefánsson og Ásta Traustadóttir.


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.

  • Verkefni Húsin undir hrauninu 2012.