Valdimar Ástgeirsson
Jump to navigation
Jump to search
Valdimar Ástgeirsson fæddist í Litlabæ í Vestmannaeyjum þann 19. september 1898 og lést 26. júlí 1978. Hann var sonur Kristínar Magnúsdóttur og Ástgeirs Guðmundssonar bátasmiðs. Valdimar var kvæntur Þóroddu Loftsdóttur frá Uppsölum. Þau bjuggu lengst af í húsinu Bræðraborg en það fór undir hraun í Heimaeyjargosinu.
Valdimar stundaði sjómennsku og var til að mynda eftirsóttur flatningsmaður. Hann var einnig mjög virkur í Leikfélagi Vestmannaeyja.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Valdimar Ástgeirsson.