Valtýr Snæbjörnsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Valtýr Snæbjörnsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1923 en fluttist síðan nokkurra vikna gamall með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Valtýr bjó í Eyjum alla sína tíð í húsinu Hergilsey, Kirkjuvegi 70, - utan nokkura mánaða í Heimaeyjargosinu 1973, þegar fjölskyldan bjó í Garðabæ. Móðir Valtýs var Guðný Pálína Ólafsdóttir, fædd á Akureyri 9. mars 1895. Hún lést í bílslysi 2. október 1950. Faðir Valtýs var Snæbjörn Sigurvin Kristin Bjarnason, fæddur að Ytri Múla á Barðaströnd 18. júlí 1892. Hann lést í flugslysi 31. janúar 1951.

Systkini Valtýs voru: Friðbjörn Ólafur Snæbjörnsson 1922 - 1940 Kristján Snæbjörnsson 1925 - 1925 Sigurvin Snæbjörnsson 1926 - 1997 Guðbjörn Snæbjörnsson 1927 - 1999 Steinunn Svava Snæbjörnsdóttir 1928-2014 Sammæðra Adolf Sveinsson 1920 - 1967 samfeðra Björn Guðmundur Snæbjörnsson 1912 - 1967 Elín Petrína Snæbjörnsdóttir 1914 - 1926 Kristján Pétur Snæbjörnsson 1914 - 1914 Fjóla Breiðfjörð Snæbjörnsdóttir Matthíasson 1915 – 1981

Valtýr bjó í alla sína tíð í Eyjum í húsinu Hergilsey, Kirkjuvegi 70, - utan nokkura mánaða í Heimaeyjargosinu 1973, þegar fjölskyldan bjó í Garðabæ.

Hann gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja, lauk síðan minna vélstjórnarnámi. Sem ungur maður vann hann ýmis störf til lands og sjávar. Árið 1948 hóf hann nám í húsasmíði hjá föður sínum og vann við trésmíðar fram að Heimaeyjargosinu, lengst af sem sjálfstæður byggingaverktaki.

Eftir gosið gerðist hann byggingafulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ og starfaði sem slíkur til ársins 1994 að hann hætti vegna aldurs. Hinn 26. október 1945 kvæntist Valtýr Erlu Jóhönnu Elísabetu Gísladóttur frá Sólbakka í Vestmannaeyjum, f. 26. okt. 1927. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 27. febrúar 1946, prentsmiðjustjóri, kvæntur Hönnu Þórðardóttur. Börn þeirra eru: a) óskírð, lést nýfædd; b) Erla, heilsunuddari, börn hennar og Óskars Arnar Ólafssonar eru Gígja og Birta; c) Hrund, hjúkrunarfræðingur, gift Guðmundi Óla Sveinssyni; börn hennar eru Gísli Snær, Nökkvi, Sindri og Tjörvi. d) Þóra, grunnskólakennari, gift Júlíusi Guðlaugi Ingasyni, börn þeirra eru Arnar, Andri og Dís. 2) Friðbjörn Ólafur, f. 20. febrúar 1950, trésmiður, kvæntur Magneu Traustadóttur, börn þeirra eru a) Þórey, gift Benóný Benónýssyni, börn þeirra eru Friðbjörn Sævar og Benóný; b) Jessý í sambúð með; Ómari Páli Erlendssyni, barn þeirra er Magnea Evey. 3) Valtýr Þór, f. 25. maí 1955, d. 1. desember 2002, verslunarstjóri, kvæntur Ingunni Lísu Jóhannesdóttur, börn þeirra eru: a) Valur; b) Erna; c) Aron. 4) Snæbjörn Guðni, f. 31. ágúst 1958. Í sambúð með Valgerði Ólafsdóttur, börn þeirra eru: a) Jörundur; b) Þorgerður Anja; c) Ragnheiður Alma. 5) Kolbrún Eva, f. 23. maí 1960, gift Birgi Þór Sverrissyni. Börn þeirra eru: a) Hulda; b) Sædís Eva; c) Valtýr Snæbjörn.

Valtýr var félagi í Rotaryklúbbi Vestmannaeyja og félaginu Akóges. Hann lét málefni iðnaðarmanna í Eyjum til sín taka og síðar meir Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar. Mest starfaði hann þó innan raða íþróttahreyfingarinnar í Eyjum; fyrir Íþróttafélagið Þór og Íþróttabandalag Vestmannaeyja og sat í stjórnum allra þessara félaga. Innan raða íþróttahreyfingarinnar spönnuðu störf hans yfir 60 ára tímabil. Hann var einnig keppnismaður á þeim vettvangi, var á sínum yngri árum knattspyrnumaður og keppti fyrir Íþróttafélagið Þór og með sameiginlegu liði Eyjamanna, sem fyrst hét KV en síðar Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Þá keppti hann einnig í frjálsum íþróttum og átti um tíma Íslandsmet drengja í stangarstökki.

Valtýr Snæbjörnsson lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 10. febrúar 1998.