Erling Erlingsson (skipstjóri)
Erling Erlingsson framreiðslumaður, sjómaður, skipstjóri á Steinunni frá Höfn, nú skipstjóri hjá Faxaflóahöfnum, fæddist 25. október 1965 í Eyjum.
Foreldrar hans Erling Pétursson frá Karlsbergi við Heimagötu 22, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. október 1942 í Fagradal í Mýrdal og fyrri kona hans Jóhanna Guðrún Jónsdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja, f. 20. desember 1942, d. 8. mars 2022.
Börn Jóhönnu Guðrúnar og Erlings:
1. Pétur Erlingsson sjómaður á Sauðárkróki, skipstjóri á Gullhólmi frá Grundarfirði, f. 17. nóvember 1961 í Reykjavík. Kona hans er Aðalbjörg Anna Gunnarsdóttir verslunarmaður, f. 19. júlí 1965.
2. Guðrún Erlingsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Eyjum, verkalýðsleiðtogi, varaþingmaður, BA-atvinnulífsfræðingur, blaðamaður, f. 18. október 1962 í Eyjum. Maður hennar er Gylfi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 26. janúar 1959.
3. Erling Erlingsson framreiðslumaður, sjómaður í Reykjavík, skipstjóri á Steinunni frá Höfn, f. 25. október 1965 í Eyjum. Kona hans er Arnheiður Edda Rafnsdóttir bankastarfsmaður, f. 9. maí 1965.
4. Berglind Erlingsdóttir húsfreyja, matartæknir, mannfræðingur, hjúkrunarnemi, f. 15. desember 1974 í Eyjum, var búsett í Portland í Oregon í Bandaríkjunum, nú í Hafnarfirði. Maður hennar er dr. Styrmir Sigurjónsson verkfræðingur, f. 14. apríl 1974. Hann vinnur við líftækni. Hann er sonarsonur Jóhönnu Sigurjónsdóttur Sigurðssonar frá Þingeyri.
Barn Erlings er
5. Víkingur Freyr Erlingsson rafvirkjanemi á Selfossi, f. 20. ágúst 1996.
Þau Arnheiður Edda giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.
I. Kona Erlings er Arnheiður Edda Rafnsdóttir úr Rvk, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 9. maí 1965. Foreldrar hennar Rafn Benediktsson, f. 14. maí 1935, d. 23. júní 2009, og Helena Hálfdánardóttir, f. 23. júní 1935, d. 22. apríl 2014.
Börn þeirra:
1. Bjarki Erlingsson, f. 9. maí 1988.
2. Rafn Erlingsson, f. 14. maí 1991.
3. Ingi Erlingsson, f. 10. október 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erling.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.