Gunnar Björgvinsson
Gunnar Björgvinsson slökkviliðsmaður, starfsmaður Rauða krossins, síðar viðskiptafræðingur, starfsmaður Þjóðskrár og nú umsjármaður fasteigna hjá Háskólanum í Rvk, fæddist 9. febrúar 1969.
Foreldrar hans voru Björgvin Guðmundur Þórðarson sjómaður, vélstjóri, kaupmaður, f. 11. maí 1924 á Fáskrúðsfirði, d. 26. maí 2001, og kona hans Ásta Guðfinna Finnbogadóttir frá Vallartúni, húsfreyja, f. 21. febrúar 1927, d. 11. janúar 2020.
Börn Ástu og Björgvins
1. Guðrún Þórdís Björgvinsdóttir, f. 16. febrúar 1949, d. 14. október 2004. Maður hennar Gísli Tómas Ívarsson.
2. Gunnar Jónas Björgvinsson, f. 5. september 1950, d. 5. nóvember 1968, fórst með Þráni VE.
3. Lilja Björgvinsdóttir sjúkraliði, f. 27. maí 1967. Maður hennar Þórhallur Óskarsson.
4. Gunnar Björgvinsson slökkviliðsmaður, starfsmaður Rauða krossins, f. 9. febrúar 1969. Fyrrum kona hans Margrét Gunnarsdóttir. Kona hans Birna Blöndal.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Birna giftu sig, hafa ekki eignast börn saman.
I. Fyrrum kona Gunnars er Margrét Brynhildur Gunnarsdóttir, f. 5. október 1971. Foreldrar hennar Gunnar Kristinsson, f. 14. júlí 1927, d. 3. janúar 2002, og Sigrún Gísladóttir, f. 13. september 1932, d. 6. júlí 2023.
Börn þeirra:
1. Kristinn Arnar Gunnarsson, f. 28. ágúst 1996.
2. Jón Garðar Gunnarsson, f. 20. júní 2001.
3. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, f. 24. febrúar 2004.
II. Kona Gunnars er Birna Björnsdóttir Blöndal hjúkrunarfræðingur, f. 2. apríl 1969. Foreldrar hennar Björn Blöndal, f. 14. maí 1946, d. 22. maí 2016, og Anna Baldvina Jóhannesdóttir, f. 4. mars 1949.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gunnar.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.