Gunnar Marel Eggertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Marel Eggertsson.

Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari fæddist 11. nóvember 1954.
Foreldrar hans voru Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922, d. 4. janúar 1991, og kona hans Jóna Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1927, d. 12. mars 2010.

Börn Jónu Guðrúnar og Eggerts:
1. Ólafur stýrimaður, 15. febrúar 1948, d. 8. ágúst 2024.
2. Svava húsfreyja, 13. mars 1952, d. 9. júní 2005.
3. Gunnar skipasmíðameistari, f. 11. nóvember 1954.
4. Guðfinna húsfreyja og bankastarfsmaður, 14. desember 1955.
5. Sigurlaug húsfreyja og leikskólakennari, f. 22. júní 1961.
6. Óskar vélavörður, f. 11 apríl 1966, d. 16. apríl 2000.

Gunnar Marel smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður.

Þau Sigríður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Þóra Guðný giftu sig, eiga eitt barn, og Þóra á barn frá fyrra sambandi.

I. Fyrrum kona Gunnars Marels er Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1957.
Barn þeirra:
1. Aldís Gunnarsdóttir kennari við Tækniskólann, f. 29. maí 1977 í Eyjum.

II. Kona Gunnars Marels er Þóra Guðný Sigurðardóttir húsfreyja í Keflavík, f. 18. maí 1963. Foreldrar hennar Sigurður Friðriksson, f. 1. júní 1938, og Ragnheiður Gríma Þórisdóttir, f. 2. júní 1939, d. 13. febrúar 2004.
Barn þeirra:
2. Eggert Gunnarsson, f. 13. desember 1999 í Keflavík.
Barn Þóru:
3. Elísa Birkisdóttir, f. 29. nóvember 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.