Halldór Friðrik Sigurjónsson
Halldór Friðrik Sigurjónsson tæknimaður í Svíþjóð, fæddist 19. febrúar 1929 á Kanastöðum og lést 9. júlí 2013.
Foreldrar hans voru Sigurjón Halldórsson bifreiðastjóri, verkamaður, vélstjóri, f. 6. mars 1902 á Húsavík, d. 9. desember 1963, og kona hans Elísabet Sigríður Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. þar 2. október 1905, d. 21. apríl 1985.
Börn Sigríðar og Sigurjóns:
1. Elías Ben Sigurjónsson bifvélavirki í Reykjavík, síðar í Svíþjóð, f. 1. júlí 1927 á Kanastöðum, d. 19. desember 1998. Kona hans Ingibjörg Marsibil Ólafsdóttir.
2. Halldór Friðrik Sigurjónsson tæknimaður í Svíþjóð, f. 19. febrúar 1929 á Kanastöðum, d. 9. júlí 2013. Kona hans Sylvía Anderson.
3. Mary Alberty Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja, f. 20. mars 1930 á Akureyri, d. 3. ágúst 2009. Maður hennar var Jón Frímann Sigvaldason.
4. Benoný Sigurjónsson skipstjóri, býr í Svíþjóð, f. 31. maí 1931. Kona hans Inger Öklund.
5. Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður, f. 12. september 1932, d. 27. maí 2020. Barnsmóðir hans var Rannveig Snót Einarsdóttir. Kona hans, (skildu), var Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal.
6. Kári Rafn Sigurjónsson vélvirki á Hvolsvelli, f. 1. október 1933. Kona hans Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
7. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1936. Maður hennar Ingibergur Garðar Tryggvason.
8. Sigrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1937, d. 25. ágúst 2014. Maður hennar Pálmi Jónsson.
9. Gylfi Þór Sigurjónsson verslunarstjóri, f. 7. júlí 1942. Kona hans Jóna Bjarnadóttir.
10. Ingibjörg Sigurjónsdóttir Bankley, bjó í Bandaríkjunum, f. 18. október 1943, d. 24. apríl 2016. Maður hennar Richard Bankley.
11. Óskar Berg Sigurjónsson bifvélaviðgerðarmaður, f. 24. maí 1948. Sambýliskona var Olga Thorarensen.
Þau Sylvia Anderson giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Halldórs Friðriks er Sylvia Anderson.
Börn þeirra:
1. Ylva Halldórsdóttir.
2. Sigurjón Holger Halldórsson, f. 14. júní 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kolbrún.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.