Sverrir Unnarsson
Sverrir Unnarsson svæðisstjóri á Selfossi fæddist 16. janúar 1966.
Foreldrar hans Sigríður Mjöll Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1947, og Unnar Magnússon sjómaður, f. 3. ágúst 1943, d. 25. júlí 2016. Fósturfaðir Sverris var Guðmundur Ingi Kristmundsson bóndi, f. 6. apríl 1944, d. 10. nóvember 2007.
Þau Laufey Soffía giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Selfossi.
I. Kona Sverris er Laufey Soffía Kristinsdóttir frá Borgarfirði eystra, húsfreyja, skólaliði, f. 4. júní 1974. Foreldrar hennar Kristinn Hjaltason, f. 28. ágúst 1950, og Halldóra Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 9. apríl 1953.
Börn þeirra:
1. Nökkvi Sverrisson, f. 12. júlí 1994 á Akureyri.
2. Máni Sverrisson, f. 17. janúar 2002 í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sverrir.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.