Jón Nikulásson (Þykkvabæ)
Jón Nikulásson bóndi fæddist 1779 í Þykkvabæ.
Foreldrar hans Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja, f. um 1738, d. 13. nóvember 1792, og Nikulás Jóhannsson bóndi, f. 1739, d. 1. júlí 1814.
Börn Ingibjargar og Nikuláss:
1. Guðmundur Nikulásson, f. 1770.
2. Bjarni Nikulásson, f. 1775.
3. Þórunn Nikulásdóttir, f. 1776.
4. Jón Nikulásson, f. 1779.
Jón var með foreldrum sínum í Þykkvabæ 1783, fór með þeim til Eyja 1784, var bóndi í Norðurkoti í Selvogi 1816. Þau Sigríður giftu sig, eignuðust eitt barn.
I. Kona Jóns var Sigríður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 1765 í Kotlaugum í Hrunamannahreppi, d. 4. október 1840.
Barn þeirra:
1. Jón Jónsson, f. 1809 á Klöpp í Grindavík, bóndi á Stóra-Nýjabæ í Krísuvík 1845.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.