„Friðrik Jósefsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Friðrik Jósefsson''' rafvirki fæddist 30. júlí 1949 á Aðalbóli við Þormóðsstaði í Reykjavík, skírður í Eyjum 18. september 1949.<br> Foreldrar hans voru Joseph Edward Signorelli, Bandaríkjamaður, matsveinn, f. 26. maí 1923, og Oddný Hansína Runólfsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 21. júní 1916 á Seyðisfirði, d. 14. apríl 2005. Friðrik var með móður sinni í æsku, á Miðstræti 14 1962, í Hásteinsblokkinni við Gos. <br> Hann flu...)
 
m (Verndaði „Friðrik Jósefsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 26. nóvember 2025 kl. 14:34

Friðrik Jósefsson rafvirki fæddist 30. júlí 1949 á Aðalbóli við Þormóðsstaði í Reykjavík, skírður í Eyjum 18. september 1949.
Foreldrar hans voru Joseph Edward Signorelli, Bandaríkjamaður, matsveinn, f. 26. maí 1923, og Oddný Hansína Runólfsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 21. júní 1916 á Seyðisfirði, d. 14. apríl 2005.

Friðrik var með móður sinni í æsku, á Miðstræti 14 1962, í Hásteinsblokkinni við Gos.
Hann flutti til Reykjavíkur í Gosinu og bjó m.a. í Kópavogi og við Kleppsveg.

I. Kona Friðriks er Kristín Árdal frá Akureyri, skrifstofumaður, f. 25. apríl 1955. Foreldrar hennar voru Hannes Guðbrandur Árdal frá Akureyri, bókbindari, bifreiðastjóri, f. 28. nóvember 1926, d. 6. febrúar 1972, og kona hans Úlla Þormar Geirsdóttir Árdal frá Akureyri, húsfreyja, verslunarmaður, iðnverkakona, gisti- og veitingakona, f. 27. febrúar 1930, d. 1. desember 2010.
Börn þeirra:
1. Oddný Friðriksdóttir, f. 8. ágúst 1987. Maður hennar Ágúst Óttar Hjörvarsson.
2. María Friðriksdóttir, f. 18. desember 1989. Maður hennar Dagur Björnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.