„Páll Einarsson (bæjarritari)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Páll Einarsson (bæjarritari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
| Lína 13: | Lína 13: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Sigrún Birgitte Pálsdóttir]] fótaaðgerðafræðingur í Hafnarfirði, f. 25. apríl 1968. <br> | 1. [[Sigrún Birgitte Pálsdóttir]] fótaaðgerðafræðingur í Hafnarfirði, f. 25. apríl 1968. <br> | ||
2. [[Einar Pálsson (Foldahrauni)|Einar Pálsson]] garðyrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, f. 28. maí 1975. Kona hans Kristjana Jónsdóttir.<br> | 2. [[Einar Pálsson (Foldahrauni)|Einar Pálsson]] garðyrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, f. 28. maí 1975. Kona hans [[Kristjana Jónsdóttir]].<br> | ||
3. [[Gunnar Þór Pálsson]] sölumaður hjá Íslandsferðum, f. 22. janúar 1985. Sambýliskona Chloë Malzac. | 3. [[Gunnar Þór Pálsson]] sölumaður hjá Íslandsferðum, f. 22. janúar 1985. Sambýliskona Chloë Malzac. | ||
Útgáfa síðunnar 25. nóvember 2025 kl. 13:58

Páll Einarsson viðskiptafræðingur, bæjarritari í Eyjum, síðar fjármálastjóri þar fæddist 30. apríl 1949.
Foreldrar hans voru Einar Pálsson skólastjóri Málaskólans Mímis, fræðimaður, rithöfundur, f. 10. nóvember 1925, d. 30. október 1996, og kona hans Birgitte Laxdal Pálsson húsfreyja, þátttakandi í uppbyggingu Mímis, f. 27. febrúar 1926, d. 26. mars 2008.
Páll var með foreldrum sínum í æsku, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1969, viðskiptafræðingur í Háskóla Íslands 1975.
Hann var innkaupastjóri hjá Álafossi 1975-1980, vann hjá Innkaupastofnun ríkisins (nú Ríkiskaup) 1980-1985, síðan hjá Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga1985-1986.
Hann fluttist til Eyja 1986, var bæjarritari í nokkur ár, en síðan fjármálastjóri bæjarins til um 2006.
Þau Steinunn María giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Foldahrauni 38c.
Þau fluttust úr Eyjum 2010, settust að í Ásakór 13.
Steinunn María lést 2016.
I. Kona Páls, (28. nóvember 1970), var Steinunn María Einarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 11. júlí 1949, d. 27. júní 2016.
Börn þeirra:
1. Sigrún Birgitte Pálsdóttir fótaaðgerðafræðingur í Hafnarfirði, f. 25. apríl 1968.
2. Einar Pálsson garðyrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, f. 28. maí 1975. Kona hans Kristjana Jónsdóttir.
3. Gunnar Þór Pálsson sölumaður hjá Íslandsferðum, f. 22. janúar 1985. Sambýliskona Chloë Malzac.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 6. júlí 2016. Minning.
- Páll Einarsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.