„Magnús Byron Jónsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Magnús Byron Jónsson''' frá Rvk, rafvirkjameistari, trésmíðameistari, starfsmaður Fasteignamats Ríkisins, fæddist 12. október 1932 og lést 27. desember 2001.<br> Foreldrar hans Jón Gissurarson verkamaður í Rvk, f. 18. apríl 1901 í Sandvíkurhreppi, Árn., d.14. ágúst 1981, og Borghildur Magnúsdóttir, f. 4. ágúst 1893 í Arabæ í Gaulverjabæjarhrepppi, Árn., d. 29. ágúst 1959. Þau Unnur giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk, um sk...)
 
m (Verndaði „Magnús Byron Jónsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. september 2025 kl. 17:31

Magnús Byron Jónsson frá Rvk, rafvirkjameistari, trésmíðameistari, starfsmaður Fasteignamats Ríkisins, fæddist 12. október 1932 og lést 27. desember 2001.
Foreldrar hans Jón Gissurarson verkamaður í Rvk, f. 18. apríl 1901 í Sandvíkurhreppi, Árn., d.14. ágúst 1981, og Borghildur Magnúsdóttir, f. 4. ágúst 1893 í Arabæ í Gaulverjabæjarhrepppi, Árn., d. 29. ágúst 1959.

Þau Unnur giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk, um skeið á Landagötu 16, en síðar í Mosfellsbæ.

I. Kona Magnúsar Byrons var Unnur Haraldsdóttir frá Fagurlyst, húsfreyja, f. 27. október 1933, d. 23. júlí 2018.
Börn þeirra:
1. Haraldur Magnússon matreiðslumeistari, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 17. febrúar 1953 í Fagurlyst, d. 24. október 2015. Kona hans var Sigurbjörg Björnsdóttir.
2. Ásthildur Magnúsdóttir sjúkraliði í Noregi, f. 26. febrúar 1958 í Reykjavík. Maður hennar er Arne Holthe.
3. Sigurbjörg Magnea Magnúsdóttir sjúkraliði í Noregi, f. 5. júlí 1966 í Reykjavík. Maður hennar er Gunnar Hreinsson.
4. Helena Byron Magnúsdóttir nuddari, sjúkraliði, þroskaþjálfi, f. 22. júní 1976. Unnusti hennar er Ólafur Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.