„Þorleifur Guðjónsson (Reykjum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þorleifur Guðjónsson (Reykjum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 19: Lína 19:
Frá fjórtán ára aldri stundaði Þorleifur sjómennsku, fyrst á [[Enok VE- 164|Enok]] með [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjóni á Sandfelli]]. Hann keypti m.b. [[Glaður VE-270|Glað VE 270]] ásamt Guðjóni föður sínum og Guðmundi bróður sínum og gerði hann út. Frá 1951 átti hann Glað með [[Þorgils Bjarnason (Fagurhól)|Þorgils Bjarnasyni]].<br>  
Frá fjórtán ára aldri stundaði Þorleifur sjómennsku, fyrst á [[Enok VE- 164|Enok]] með [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjóni á Sandfelli]]. Hann keypti m.b. [[Glaður VE-270|Glað VE 270]] ásamt Guðjóni föður sínum og Guðmundi bróður sínum og gerði hann út. Frá 1951 átti hann Glað með [[Þorgils Bjarnason (Fagurhól)|Þorgils Bjarnasyni]].<br>  
Glaður fórst 11. apríl 1954, en mannbjörg varð.<br>
Glaður fórst 11. apríl 1954, en mannbjörg varð.<br>
Þorleifur eignaðist ásamt [[Trausti Jónsson (Mörk)|Trausta Jónssyni]] m.b. [[Glaður II|Glað II.]] og að síðustu átti hann í m.b. [[Sjöfn VE 37|Sjöfn]] ásamt [[Haukur Jóhannsson (Sólhlíð)|Hauki Jóhannssyni]], og var þar einnig skipstjóri.<br>
Þorleifur eignaðist ásamt [[Trausti Jónsson (Mörk)|Trausta Jónssyni]] m.b. [[Glaður II|Glað II.]] og að síðustu átti hann í m.b. [[Sjöfn VE 37|Sjöfn]] ásamt [[Haukur Jóhannsson (skipstjóri)|Hauki Jóhannssyni]], og var þar einnig skipstjóri.<br>
Þau Rannveig Unnur eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á [[Fífilgata|Fífilgötu 2]] og við [[Brimhólabraut]] 27.<br>
Þau Rannveig Unnur eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á [[Fífilgata|Fífilgötu 2]] og við [[Brimhólabraut]] 27.<br>
Þorleifur lést 1974.
Þorleifur lést 1974.

Núverandi breyting frá og með 15. desember 2025 kl. 21:22

Þorleifur Guðjónsson.

Þorleifur Guðjónsson frá Reykjum, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 23. júní 1926 í Ásbyrgi og lést 24. nóvember 1974.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.

Börn Bergþóru og Guðjóns:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, verksmiðjustjóri, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.

Þorleifur var með foreldrum sínum í fyrstu, en fór í fóstur til vinafólks að Indriðakoti u. Eyjafjöllum, þeirra Þórunnar Guðjónsdóttur og Jóhanns Bjarnasonar, og var þar allmörg ár.
Hann tók vélstjórapróf og fékk réttindi til skipstjórnar.
Frá fjórtán ára aldri stundaði Þorleifur sjómennsku, fyrst á Enok með Guðjóni á Sandfelli. Hann keypti m.b. Glað VE 270 ásamt Guðjóni föður sínum og Guðmundi bróður sínum og gerði hann út. Frá 1951 átti hann Glað með Þorgils Bjarnasyni.
Glaður fórst 11. apríl 1954, en mannbjörg varð.
Þorleifur eignaðist ásamt Trausta Jónssyni m.b. Glað II. og að síðustu átti hann í m.b. Sjöfn ásamt Hauki Jóhannssyni, og var þar einnig skipstjóri.
Þau Rannveig Unnur eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 2 og við Brimhólabraut 27.
Þorleifur lést 1974.

I. Kona Þorleifs, (1968), var Rannveig Unnur Sigþórsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 27. júní 1926, d. 20. september 2012.
Þau áttu ekki börn saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.