Gylfi Pétursson (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. júlí 2025 kl. 13:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. júlí 2025 kl. 13:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gylfi Pétursson (Fagurhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gylfi Pétursson vélstjóri í Þorlákshöfn og á Stokkseyri fæddist 24. apríl 1957.
Foreldrar hans voru Pétur Pétursson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, sjómaður, vinnuvélastjóri, múrari, f. 13. september 1924 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 9. júlí 2016, og kona hans Anna Sigurborg Guðjónsdóttir frá Fagurhól, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.

Börn Önnu og Péturs:
1. Sigurjón Birkir Pétursson, f. 14. desember 1946. Kona hans er Ragnheiður Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1946.
2. Agnar Pétursson, f. 14. mars 1948. Kona hans var Þórey Guðjóns, látin. Sambúðarkona hans er Hjördís Þorfinnsdóttir.
3. Gylfi Pétursson, f. 24. apríl 1957. Fyrrum kona hans Guðrún Jóna Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1961. Sambúðarkona hans Hafdís Sigurðardóttir.

Þau Guðrún giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Hafdís hófu sambúð, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa á Stokkseyri.

I. Fyrrum kona Gylfa er Guðrún Jóna Valdimarsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, f. 12. mars 1961. Foreldrar hennar Valdimar Jónsson, f. 15. febrúar 1937, d. 25. maí 2020, og Sigurbjörg Helgadóttir, f. 14. maí 1936, d. 18. janúar 1993.
Börn þeirra:
1. Valdimar Gylfason, f. 25. febrúar 1985.
2. Heimir Gylfason, f. 12. febrúar 1987.
3. Bjarki Gylfason, f. 14. ágúst 1988, d. 20. mars 2024.

II. Sambúðarkona Gylfa er Hafdís Sigurðardóttir úr Rvk, húsfreyja, f. 21. mars 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.