Katrine Þorsteinsson
Anna Katrine Henriksen Þorsteinsson, danskrar ættar, húsfreyja fæddist 18. júlí 1892 og lést 11. janúar 1961.
Þau Oddur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Einarshöfn við Kirkjuveg 15.
I. Maður Önnu Katrine var Oddur Þorsteinsson skósmíðameistari, skókaupmaður, f. 14. nóvember 1890 í V.-Landeyjum, d. 7. október 1959.
Barn þeirra:
1. Dóróte Oddsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 3. apríl 1934.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.