Ragnar Hinrik Einarsson
Ragnar Hinrik Einarsson húsasmíðameistari, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, fæddist 16. júlí 1960.
Foreldrar hans Einar Ragnarsson frá Stykkishólmi, sjómaður, vélstjóri, bifvélavirki, f. 4. febrúar 1932, d. 29. júlí 2013, og kona hans Guðmunda Rósa Helgadóttir frá Vesturhúsum-vestri, húsfreyja, f. 21. mars 1936.
Börn Rósu og Einars:
1. Drengur, f. 21. apríl 1955, d. skömmu eftir fæðingu.
2. Nanna Einarsdóttir starfsmaður í leikskóla, f. 20. febrúar 1957, d. 31. desember 2022.
3. Ragnar Hinrik Einarsson húsasmiður, starfsmaður í álveri, f. 16. júlí 1960. Maki hans Ása Valdís Ásgeirsdóttir.
4. Hafþór Helgi Einarsson húsasmiður, f. 16. ágúst 1966. Maki hans Guðrún Heiðarsdóttir.
5. Sólveig Einarsdóttir verslunarstjóri, f. 9. ágúst 1972. Maki hennar Guðmundur Leifur Kristjánsson.
Þau Ása Valdís giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.
I. Kona Ragnars er Ása Valdís Ásgeirsdóttir úr Rvk, húsfreyja, bókari, f. 9. október 1964. Foreldrar hennar Auður Aðalsteinsdóttir, f. 16. maí 1927, og Ásgeir Valdimarsson, f. 11. september 1926, d. 1. september 2022.
Börn þeirra:
1. Hildur Karen Ragnarsdóttir, f. 27. júní 1989.
2. Inga Lára Ragnarsdóttir, f. 1. desember 1991.
3. Atli Geir Ragnarsson, f. 18. apríl 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Ragnar Hinrik.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.