Margrét Kristjánsdóttir (Faxastíg 6)
Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, ritari, bókari, skólaliði, þjónn fæddist 25. september 1969 og lést 12. desember 2020.
Foreldrar hennar Herborg Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, sjúkrahússstarfsmaður, f. 4. desember 1944, og barnsfaðir hennar Kristján Sigurður Kristjánsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, innheimtumaður, f. 16. október 1947.
Þau Jóhannes giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Grindavík.
I. Maður Margrétar er Jóhannes Guðmundur Vilbergsson húsasmíðameistari, f. 12. júlí 1969. Foreldrar hans Sigurveig Agnes Sæmundsdóttir, f. 5. desember 1938, d. 4. ágúst 2016, og Kristinn Vilberg Jóhannesson, f. 24. júlí 1941, d. 6. nóvember 2002.
Börn þeirra:
1. Páll Valdimar Jóhannesson, f. 7. júlí 1997.
2. Herborg Agnes Jóhannesdóttir, f. 7. september 1999.
3. Kristinn Vilberg Jóhannesson, f. 26. mars 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jóhannes.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.