Sigurleif Kristmannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. október 2025 kl. 15:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2025 kl. 15:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurleif Kristmannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurleif Kristmannsdóttir húsfreyja, tómstunda- og félagsmálafræðingur fæddist 22. apríl 1985.
Foreldrar hennar Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 6. mars 1947, og Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943.

Börn Jakobínu og Kristmanns:
1. Guðfinnur Arnar Kristmannsson vélfræðingur, verkstjóri hjá Héðni í Reykjavík, nú viðskiptastjóri hjá Skeljungi, f. 27. júní 1971. Kona hans Aðalheiður Jónsdóttir.
2. Sigríður Inga Kristmannsdóttir kjóla- og klæðskerameistari, skrifstofumaður, f. 18. ágúst 1978, ógift.
3. Sigurleif Kristmannsdóttir húsfreyja, tómstunda- og félagsmálafræðingur, f. 22. apríl 1985. Maður hennar Daníel Geir Moritz.
4. Björn Kristmannsson matvælaverkfræðingur í Svíþjóð, f. 11. maí 1988. Kona hans Þórunn Día Óskarsdóttir.

Þau Daníel Geir giftu sig, hafa eignast þrjú börn. Þau búa við Heiðarveg 41.

I. Maður Sigurleifar er Daníel Geir Moritz Hjörvarsson frá Neskaupstað, rekur samkomuhúsið Höfnina, f. 14. september 1985.
Börn þeirra:
1. Kristrún Día Daníelsdóttir, f. 15. október 2017.
2. Inga Margrét Daníelsdóttir, f. 21. mars 2020.
3. Jakobína Júlía Daníelsdóttir, f. 3. apríl 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.