Bragi Björnsson (lögfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2026 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2026 kl. 14:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Bragi Björnsson á Bragi Björnsson (lögfræðingur))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bragi Björnsson lögfræðingur fæddist 30. júlí 1932 og lést 6. janúar 1997.
Foreldrar hans Björn Guðfinnsson prófessor, f. 21. júní 1905, d. 27. nóvemberr 1950, og Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1913, d. 1. febrúar 1973.

Bragi varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1959. Hann stundaði nám í þjóðhagfræði við Freie Universität í Berlín veturinn 1956-57. Héraðsdómslögmaður varð hann 1965. Hann starfaði sem fulltrúi hjá borgarstjóranum í Reykjavík frá júlí 1959 fram til september 1961, en gerðist þá lögfræðingur Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Þar starfaði hann fram til 31. júlí 1967. Jafnframt störfunum í bankanum rak hann sjálfstæða lögfræðiskrifstofu í Eyjum. Lögfræðingur hjá Landsbanka Íslands í Reykjavík varð Bragi 1. ágúst 1968. Jafnframt var hann forstöðumaður Útflutningslánasjóðs frá stofnun hans í janúar 1971 og fram í maí 1974. Þá var hann framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs með leyfi frá störfum í LÍ frá því í maí 1974 og þar til í september 1978, er sjóðurinn var lagður niður. Eftir það gegndi hann lögfræðingsstörfum hjá Landsbankanum til dauðadags.

Þau Helga giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.

I. Fyrrum kona Braga var Helga Tryggvadóttir húsfreyja, læknaritari, f. 26. maí 1930, d. 13. maí 2013. Foreldrar hennar Unnur Sigurjónsdóttir, f. 13. júní 1896, d. 14. mars 1993, og Tryggvi Sigtryggson, f. 20. nóvember 1894, d. 1. desember 1986.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Bragadóttir, f. 30. júlí 1959.
2. Guðmundur Bragason, f. 23. ágúst 1960.
3. Dagur Bragason, f. 9. febrúar 1962.
4. Unnur Bragadóttir, f. 9. maí 1964.

II. Fyrrum kona Braga var Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 8. júní 1939, d. 18. september 2005. Foreldrar hennar Guðrún Hallsdóttir, f. 2. mars 1903, d. 4. september 1993, og Jóhannes Guðjónsson, f. 30. janúar 1898, d. 31. janúar 1950.
Börn þeirra:
5. Guðrún Bragadóttir, f. 18. júní 1973.
6. Gunnar Bragason, f. 1. mars 1978.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.