Helgi Magnús Friðgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. september 2025 kl. 13:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. september 2025 kl. 13:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Helgi Magnús Friðgeirsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Helgi Magnús Friðgeirsson.

Helgi Magnús Friðgeirsson húsasmíðameistari, sjómaður, kaupmaður, húsvörður fæddist 11. febrúar 1944 í Ölvesholtshjáleigu í Rang. og lést 3. júlí 2023.
Foreldrar hans Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f.. 16. september 1926, d. 29. september 2019, og maður hennar Magnús Friðgeir Björgvinsson sjómaður, f. 3. nóvember 1923, d. 18. nóvember 2016.

Börn Sigríðar og Friðgeirs:
1. Helgi Magnús Friðgeirsson, f. 11. febrúar 1944 í Ölvesholtshjáleigu, Rang.
2. Erlingur Árni Friðgeirsson, f. 7. október 1945 á Selfossi, Árn.
3. Ástríður Friðgeirsdóttir, f. 28. apríl 1947 á Sjh.
4. Pétur Lúðvík Friðgeirsson, f. 4. apríl 1953 á Sjh.
5. Árni Mars Friðgeirsson, f. 23. mars 1954 á Sjh.
6. Andvana stúlka, f. 29. desember 1964.

Þau Guðbjörg Stella giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Margrét giftu sig 1974, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk og Grindavík.
1984 keyptu þau hjónin sælgætisgerðina Pálmann og unnu við hann um árabil. Helgi varð síðar húsvörður.

I. Fyrrum kona Helga Magnúsar er Guðbjörg Stella Traustadóttir, f. 15. júní 1943. Foreldrar hennar Sigurður Trausti Sigurjónsson, f. 1. maí 1912, d. 4. nóvember 2004, og Sigríður Hansína Sigfúsdóttir, f. 21. ágúst 1915, d. 29. ágúst 1999.
Barn þeirra:
1. Friðgeir Trausti Helgason, f. 7. ágúst 1966.

II. Kona Helga Magnúsar er Margrét Bárðardóttir úr Rvk, húsfreyja, rak Pálmann með manni sínum, f. 7. febrúar 1948. Foreldrar hennar Bárður Jóhannesson, f. 24. júní 1926, d. 21. ágúst 1996, og Magnea Steinunn Magnúsdóttir, f. 17. nóvember 1925, d. 2. janúar 2012.
Börn þeirra:
2. María Helgadóttir, f. 23. febrúar 1970. Helgi var kjörfaðir hennar.
3. Margrét Linda Helgadóttir, f. 21. mars 1976.
4. Díanna Dúa, f. 17. apríl 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.