Ragnhildur Steingrímsdóttir (leikstjóri)

Ragnhildur Steingrímsdóttir leikari, leikstjóri fæddist 11. júní 1927 á Akureyri og lést 25. júní 2009 á Kristnesspítala.
Foreldrar hennar Steingrímur Þorsteinsson, f. 30. desember 1881, d. 27. nóvember 1962, og Tómasína Tómasdóttir, f. 27. apríl 1884, d. 25. janúar 1971.
Ragnhildur ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sínum. Hún nam leiklist og leikstjórn, fyrst í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síðar í Danmörku og Svíþjóð. Hún kom að fjölmörgum leikhúsverkum bæði sem leikari og leikstjóri, framan af mest hjá Leikfélagi Akureyrar en einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. Síðar starfaði hún mjög mikið sem leikstjóri með fjölmörgum leikfélögum víða um land.
Þau Sigurður giftu sig 1971 í Eyjum. Þau voru barnlaus. Ragnhildur og Sigurður stofnuðu heimili sitt á Akureyri en fluttust fljótlega til Vestmannaeyja þar sem Sigurður stóð að rekstri Hótels Bergs með móður sinni. Eftir gos fluttust þau til Hveragerðis og bjuggu þar í mörg ár, fluttust síðan til Ólafsvíkur þar sem Ragnhildur leikstýrði nokkrum leikritum. Árið 1994 fluttust þau til Akureyrar þar sem þau áttu sín síðustu ár saman.
I. Maður Ragnhildar var Sigurður Hróbjartur Karlsson togarasjómaður, farmaður, hótelstarfsmaður, f. 9. mars 1931, d. 29. nóvember 2017.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Ragnhildar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.