Málþing til heiðurs Þorsteini Þ. Víglundssynilaugardaginn 26. mars 2011.
Málþing í Einarsstofu í Safnahúsinu laugardaginn 26. mars, kl. 14-16. Haldið í tilefni af því að í mars 2011 eru liðin 75 ár frá því Blik kom fyrst út.
14:00-15:00
Hjónanna Ingigerðar Jóhannsdóttur og Þorsteins Víglundssonar minnst í samantekt Víglundar Þorsteinssonar. Lesari Kári Bjarnason.
Hugleiðingar Guðmundar G. Hagalíns um Blik. Lesari Helga Hallbergsdóttir.
Þorsteinn I. Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands rabbar um afa sinn og ömmu.
Frosti Gíslason verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fjallar um Blik á Heimaslóð.
Jóhanna Ýr Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Vestmannaaeyja ræðir um endurbætur á safninu.
15:00-15:20
Kaffi
15:20-16:00
Pallborð. Þorsteinn og Blik.
Þátttakendur í pallborði: Ragnar Óskarsson, Arnar Sigurmundsson, Trausti Eyjólfsson, Víglundur Þorsteinsson og Þorsteinn I. Sigfússon. Enda þótt ofangreindir mæti sérstaklega er allir þeir sem vilja deila sögum sínum á staðnum hvattir til þess.
Valin ljóð eftir Þorstein.
Að lokinni hefðbundinni dagskrá gefst þátttakendum færi á að ganga að Goðasteini sem og að sitja áfram í Safnahúsi og horfa á valdar myndir úr Bliki í 75 ár rúlla á sjónvarpsskjá (ca. 25 mín.).
Hannes Jónsson fæddist 21. nóvember 1852 í Nýja-Kastala í Eyjum. Faðir Hannesar drukknaði þegar Hannes var nokkurra mánaða gamall og ólst hann því upp hjá móður sinni og hóf eigin búskap þegar hann var 26 ára gamall, sama ár og hann kvæntist eiginkonu sinni, Margréti Brynjólfsdóttur frá Norðurgarði. Brynjólfur faðir hennar var lengi formaður á áttæringnum „Áróru“. Margrét var góð húsfreyja og eignuðust þau hjónin fjögur börn . Eitt af þeim, Jórunn, lifði langt fram á 20. öldina og var gift Magnúsi Guðmundssyni á Vesturhúsum.