Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard
Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard, húsfreyja fæddist 30. janúar 1936 og lést 12. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Einar Ásmundur Höjgaard bóndi, f. 20. maí 1900, d. 1. ágúst 1966, og fyrri kona hans Ólöf Stefanía Davíðsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1902, d. 2. febrúar 1945.
Fósturforeldrar hennar Þórarinn Magnússon, kennari, f. 17. febrúar 1921, d. 18. janúar 1999, og systir Pálínu Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 9. janúar 1922, d. 9. júní 1990.
Þau Þorsteinn giftu sig, eignuðust tvö börn. Hann lést af slysförum 1958.
Þau Eiríkur giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Búastaðabraut 1 í nokkur ár, síðan í Kópavogi.
I. Maður Pálínu var Þorsteinn Gunnarsson frá Horninu við Vestmannabraut 1, sjómaður, vélstjóri, f. 1. nóvember 1932, d. 24. maí 1958.
Börn þeirra:
1. Sigurlaugur Þorsteinsson, f. 15. apríl 1953.
2. Unnur Þorsteinsdóttir, f. 7. febrúar 1956.
II. Maður Pálínu var Eiríkur Nielsen, bakari, f. 9. október 1926, d. 7. maí 2015.
Börn þeirra:
3. Halldór Nielsen Eiríksson, skírður Holgeir Nielsen, f. 29. janúar 1961 í Eyjum. Fyrrum kona hans Guðrún Finnbogadóttir.
4. Elísa Nielsen, f. 15. desember 1961 í Eyjum.
5. Agnes Margrét Nielsen, f. 23. október 1964.
6. Nanna Herdís Nielsen, f. 23. október 1964.
7. Ólöf Stefanía Nielsen, f. 23. október 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Pálínu.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.