Matthildur Þorvaldsdóttir
Matthildur Þorvaldsdóttir húsfreyja, grunnskólakennari fæddist 16. október 1966.
Foreldrar hennar Þorvaldur Helgi Benediktsson húsasmíðameistari, lögreglumaður, f. 28. júlí 1945, og kona hans Sigurlaug Gísladóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, verkakona, f. 12. janúar 1946, d. 9. nóvember 2022.
Börn Sigurlaugar og Þorvaldar:
1. Halldóra Þorvaldsdóttir skrifstofumaður, f. 19. júlí 1965. Fyrrum maður hennar Kristján Helgason. Maður hennar Ronny Thorød.
2. Matthildur Þorvaldsdóttir kennari, f. 16. október 1966. Barnsfaðir hennar Jón Þór Einarsson. Maður hennar Agnar Steinarsson.
3. Þórunn Helga Þorvaldsdóttir bóndi, leikskólakennari, f. 17. ágúst 1972. Maður hennar Jóhann Böðvarsson.
4. Guðmundur Stefán Þorvaldsson tölvunarfræðingur, f. 17. mars 1977. Fyrrum kona hans Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Unnusta hans Jóhanna G. Þórisdóttir.
Matthildur eignaðist barn með Jóni 1986.
Þau Agnar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Barnsfaðir Matthildar er Jón Þór Einarsson, f. 18. september 1962.
Barn þeirra:
1. Andrea Karen Jónsdóttir, f. 8. ágúst 1986.
II. Maður Matthildar er Agnar Steinarsson sjávarlíffræðingur, f. 5. september 1964. Foreldrar hans Steinar Rafn Erlendsson, f. 16. september 1941, og Mjöll Hólm Friðbjarnardóttir, f. 19. júlí 1944.
Börn þeirra:
2. Aron Ingi Agnarsson, f. 20. nóvember 1991.
3. Steinar Sindri Agnarsson, f. 24. júní 1993.
4. Tómas Orri Agnarsson, f. 9. júní 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.