Hjördís Oddgeirsdóttir (Breiðavík)
Hjördís Oddgeirsdóttir frá Breiðavík, húsfreyja fæddist 5. júlí 1932 og lést 22. mars 1994.
Foreldrar hennar voru Oddgeir Hjartarson rafvirkjameistari í Eyjum, f. 15. júní 1902 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 11. ágúst 1959 á Landspítalanum, og kona hans Ásta Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1904 á Sauðárkróki, d. 3. desember 1985.
Börn Ástu og Oddgeirs:
1. Guðbjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1927, d. 5. maí 2010.
2. Ólafur Haraldur Oddgeirsson rafvirkjameistari, f. 30. mars 1929, d. 12. ágúst 1998.
3. Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir (Stúlla) húsfreyja, f. 3. júní 1931, d. 25. október 1997.
4. Hjördís Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1932, d. 22. mars 1994.
Þau Erlendur Dagur hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman, bjuggu í Rvk. Hann lést 1987.
I. Sambúðarmaður Hjördísar var Erlendur Dagur Valdimarsson, f. 13. desember 1933, d. 19. janúar 1987. Foreldrar hans Vilhjálmur Valdimar Guðlaugsson, f. 18. janúar 1899, d. 12. desember 1985, og Birgitta Guðbrandsdóttir, f. 19. ágúst 1902, d. 1. október 1974.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.