Kristín Bergsdóttir (hjúkrunarfræðingur)
Kristín Bergsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 6. september 1970.
Foreldrar hennar Bergur Heiðmar Vilhjálmsson frá Heiði á Langanesi, múrari, f. 12. júní 1933, d. 12. maí 2017, og kona hans Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli, húsfreyja, verslunarmaður, talsímakona, f. 31. október 1931, d. 15. mars 2018.
Börn Kristbjargar og Bergs:
1. Grétar Þór Bergsson vélvirkjameistari, sölumaður, knattspyrnuþjálfari, f. 30. janúar 1960, ókvæntur.
2. Þórir Bergsson viðskiptafræðikennari, íþróttakennari í Kópavogi, f. 6. desember 1963, ókvæntur.
3. Kristín Bergsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. september 1970. Maður hennar Einar Baldvin Pálsson.
Þau Einar Baldvin giftu sig, hafa ekki eignast börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Maður Kristínar er Einar Baldvin Pálsson úr Rvk, arkitekt, vinnur við fjölskyldufyrirtækið Farmers Market, f. 16. júlí 1967. Foreldrar hans Anna Þorbjörg Jóelsdóttir, f. 29. maí 1947, og Páll Einarsson, f. 27. mars 1947.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristín.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.