Sveinn Sveinsson (Ólafshúsum)
Sveinn Sveinsson vinnumaður í Ólafshúsum, bóndi, smiður á Helgusöndum u. Eyjafjöllum fæddist 25. október 1846 og lést 15. nóvember 1927.
Foreldrar hans Gyðríður Bjarnadóttir, f. 20. október 1811, d. 25. nóvember 1859, og Sveinn Pálmason, f. 12. október 1816, d. 12. febrúar 1898.
Sveinn eignaðist barn með Geirlaugu 1908.
Þau Hólmfríður giftu sig, höfðu eignast tvö börn 1870. Þau bjuggu á Helgusöndum u. Eyjafjöllum.
I. Barnsmóðir Sveins var Geirlaug Guðmundsdóttir, þá vinnukona á Kúfhóli í A-Landeyjum, f. 17. október 1874, d. 31. mars 1957.
Barn þeirra:
1. Axel Sveinsson vélstjóri í Ártúni, síðar í Reykjavík, f. 26. september 1908 í Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 10. október 1984.
II. Kona Sveins var Hólmfríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1841, d. 11. október 1912. Móðir hennar Helga Magnúsdóttir, f. 1811, d. 9. júní 1873.
Börn þeirra 1870:
1. Stefán „stóri‘‘Sveinsson, f. 12. október 1874, d. 9. nóvember 1926.
2. Sveinn Sveinsson, f. 1870.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.