Guðmundur Magnússon (yngri) (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2025 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2025 kl. 13:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmundur Magnússon (yngri) (Vesturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Magnússon yngri frá Vesurhúsum, verkstjóri í Álverinu í Straumsvík, fæddist 5. janúar 1956.
Foreldrar hans Sigurbjörg Herdís Eggertsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1932, d. 23. september 2001, og maður hennar Magnús Eggert Helgason skipstjóri, málari, f. 29. desember 1932.

Börn Herdísar og Magnúsar:
1. Guðmundur Magnússon verkstjóri í Álverinu í Straumsvík, f. 5. janúar 1956. Kona hans Ingibjörg Hreiðarsdóttir.
2. Ester Magnúsdóttir húsfreyja, læknaritari við Heilsugæsluna í Breiðholti, f. 5. ágúst 1964, ógift.

Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Guðmundar er Ingibjörg Hreiðarsdóttir úr Rvk, húsfreyja, tækniteiknari, f. 2. mars 1952. Foreldrar hennar Auður Ása Benediktsdóttir, f. 13. nóvember 1929, d. 22. ágúst 2016, og Hreiðar Levý Jónsson, f. 12. janúar1928, d. 14. apríl 1991.
Börn þeirra:
1. Hreiðar Levý Guðmundsson, f. 29. nóvember 1980.
2. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, f. 25. september 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.