Símon Sverrisson
Símon Sverrisson sjómaður, kaupmaður fæddist 26. mars 1951 á Heiði.
Foreldrar hans voru Sólrún Gestsdóttir frá Kirkjudal, húsfreyja, vann á barnaheimilum, m.a. á Barnheimilinu Helgafelli, f. 14. desember 1930, og barnsfaðir hennar Sverrir Símonarson frá Eyri, sjómaður, bátsmaður, f. 19. desember 1930, d. 16. nóvember 2016.
Símon eignaðist barn með Fríðu Hrefnu 1970.
Þau Steinunn giftu sig, hafa eignast þrjú börn.
I. Barnsmóðir Símonar er Fríða Hrefna Thomas , f. 31. mars 1952.
Barn þeirra:
1. Erna Birna Símonardóttir hrossabóndi í Svíþjóð, f. 9. september 1970.
II. Kona Símonar er Guðný Steinunn Guðmundsdóttir úr Rvk, húsfreyja, skrifstofumaður, ritari Magnúsar Magnússonar bæjarstjóra í Eyjum, hún, f. 12. desember 1950. Foreldrar hennar Guðmundur Guðmundsson, f. 29. júní 1898, d. 20. júní 1973, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 20. júní 1904, d. 23. ágúst 1986.
Börn þeirra:
2. Ægir Örn Símonarson kerfisfræðingur, f. 26. september 1976.
3. Karín Símonardóttir, f. 20. júlí 1993.
4. Andrea Símonardóttir, f. 3. ágúst 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Ægir Örn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.