Ásgeir Sigurðsson (sölumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. október 2025 kl. 12:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. október 2025 kl. 12:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásgeir Sigurðsson (sölumaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ásgeir Sigurðson.

Ásgeir Sigurðsson sölumaður fæddist 12. nóvember 1959 í Hfirði og lést 18. janúar 2024.
Foreldrar hans Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. ágúst 1930, d. 8. október 2006, og Sigurður Pálsson glerslípunar- og speglagerðarmaður, f. 23. nóvember 1926, d. 16. júlí 2014.

Ásgeir starfaði lengst við sölumennsku. Hann starfaði hjá K. Richter á árunum 1984 til 1999, stofnaði heildsöluna Val – Ás árið 1999 og starfaði þar til ársins 2004. Ásgeir starfaði hjá Takk hreinlæti á árunum 2004 til 2008, þurfti þá frá að hverfa vegna veikinda. Ásgeir hóf nám í Ráðgjafaskólanum og útskrifaðist árið 2008.

Ásgeir eignaðist barn með Önnu Maríu 1983.
Þau Jóhanna Guðný giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Rúna Guðrún hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman.

I. Barnsmóðir Ásgeirs er Anna María Sigurðardóttir, f. 19. janúar 1963.
Barn þeirra:
1. Sigurður Rúnar Ásgeirsson, f. 6. júní 1983.

II. Fyrrum kona Ásgeirs er Jóhanna Guðný Guðjónsdóttir Weihe húsfreyja, f. 9. október 1964.
Börn þeirra:
1. Erla Hrönn Ásgeirsdóttir, f. 11. ágúst 1987.
2. Bjarki Ásgeirsson, f. 11. apríl 1989.

III. Sambúðarkona Ásgeirs er Rúna Guðrún Loftsdóttir, f. 18. apríl 1969. Foreldrar hennar Loftur Ragúel Ólafsson, f. 6. mars 1937, d. 30. ágúst 2012, og Valgerður Gísladóttir, f. 28. febrúar 1944.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.