Reimar Charlesson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. nóvember 2025 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2025 kl. 14:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Reimar Charlesson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Reimar Charlesson.

Reimar Charlesson bæjargjaldkeri fæddist á Eskifirði 22. janúar 1935. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. maí 2019.
Foreldrar Reimars voru hjónin Charles Magnússon vegaverkstjóri, f. 10. ágúst 1908, d. 26. okt 1984, og Helga Hjartardóttur, húsmóðir f. 17 ágúst 1905, d. 2. júní 1990.

Reimar lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum árið 1954. Hann var bæjargjaldkeri í Vestmannaeyjum 1954-1956, starfaði hjá bókaútgefandanum Norðra 1957, hjá útflutningsdeild SÍS 1958, þar af hjá skrifstofu SÍS í Harrisburg, Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 1959-1962, hjá búsáhaldadeild SÍS frá 1962, þar af deildarstjóri frá 1963-1980. Hann var framkvæmdastjóri Bátalóns í Hafnafirði 1980-1981, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Víðis 1981-1983. Reimar hóf eigin atvinnurekstur 1983 með Íslensk-skandinavíska verslunarfélagið og RC hús og starfaði hjá RC húsum út starfsferil sinn.

Þau Erna giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Björg giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti þrjú börn áður.

I. Fyrrum kona Reimars er Erna Hartmannsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1935. Foreldrar hennar Kristín Halldórsdóttir, f. 27. febrúar 1916, d. 28. desember 2004, og Hartmann Kristinn Guðmundsson, f. 12. apríl 1912, d. 29. október 1990.
Börn þeirra:
1. Heiða Björk Reimarsdóttir, f. 29. mars 1955.
2. Kristín Helga Reimarsdóttir, f. 14. desember 1956.
3. Jóhann Ingi Reimarsson, f. 26. júlí 1958.
4. Linda Sólveig Reimarsdóttir, f. 23. janúar 1970.

I. Kona Reimars er Björg Hjálmarsdóttir, f. 1. júní 1933. Foreldrar hennar Gyðríður Sigrún Helgadóttir, f. 20. desember 1902, d. 10. desember 1992, og Hjálmar Vilhjálmsson, f. 16. júlí 1904, d. 19. október 1991.
Börn Bjargar og stjúpbörn Reimars:
5. Sigrún Bergsdóttir, f. 14. október 1956.
6. Óskar Bergsson, f. 20. september 1961.
7. Lára Gyða Bergsdóttir, f. 5. júlí 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.