Forsíða

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2011 kl. 14:24 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2011 kl. 14:24 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Mynd vikunnar
Grein vikunnar

Er þetta ekki í Bliki?

Málþing til heiðurs Þorsteini Þ. Víglundssyni laugardaginn 26. mars 2011.

Í mars 2011 eru 75 ár liðin frá því Þorsteinn Þórður Víglundsson hóf göngu Bliks,merkasta menningarrits úr Vestmannaeyjum. Af því tilefni mun Sögusetur 1627 og Bókasafn Vestmannaeyja standa fyrir málþingi til heiðurs Þorsteini.

Dagskráin verður í Einarsstofu, anddyri Safnahúss og hefst kl. 14 laugardaginn 26. mars og áætlað að henni ljúki um kl. 16:30.

Dagskráin verður auglýst síðar, en meðal efnis má nefna að vinir og samstarfsmenn minnast Þorsteins, kynning verður á Bliki á heimaslóð, myndasýning úr Bliki, fjallað um fyrirhugaðar breytingar á Byggðasafninu, upplestur o.fl.

Allir hjartanlega velkomnir.

Undirbúningsnefndin

Endilega skoðið Blik á Heimaslóð

Hannes Jónsson fæddist 21. nóvember 1852 í Nýja-Kastala í Eyjum. Faðir Hannesar drukknaði þegar Hannes var nokkurra mánaða gamall og ólst hann því upp hjá móður sinni og hóf eigin búskap þegar hann var 26 ára gamall, sama ár og hann kvæntist eiginkonu sinni, Margréti Brynjólfsdóttur frá Norðurgarði. Brynjólfur faðir hennar var lengi formaður á áttæringnum „Áróru“. Margrét var góð húsfreyja og eignuðust þau hjónin fjögur börn . Eitt af þeim, Jórunn, lifði langt fram á 20. öldina og var gift Magnúsi Guðmundssyni á Vesturhúsum.

Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 40.330 myndir og 21.507 greinar.